- Advertisement -

Segir forsetann hafa þegið greiða

Þrátt fyrir dóma á öllum dómsstigum virðist fjarri að deilu þeirra Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, og Jóns Steinar Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómara við réttinn sé lokið.

Benedikt hefur sagt eftir dóm Hæstaréttar að Jón Steinar sé angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk.

Þetta er þungt högg sem forseti Hæstaréttar veitir kollega sínum. Í Mogganum í dag heldur Jón Steinar áfram og skrifar meðal annars:

„Því hef­ur verið hvíslað í eyra mér að Bene­dikt hafi ekki greitt lög­manni sín­um fyr­ir málastappið. Lögmaður­inn hafi verið sólg­inn í að fá að reka þetta mál fyr­ir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ann, þar sem í því fæl­ist langþráð upp­hefð fyr­ir hann. Að mín­um dómi er nauðsyn­legt að Bene­dikt Boga­son for­seti Hæsta­rétt­ar upp­lýsi um þetta með ná­kvæmri grein­ar­gerð studdri greiðslu­gögn­um um máls­kostnaðinn sem hann hafði af mál­inu. Grun­semd­ir um að þessi valda­mikli dóm­ari þiggi á laun greiða frá starf­andi lög­mönn­um í land­inu eru ekki ásætt­an­leg­ar. Þess vegna verður hann und­an­bragðalaust að gefa þess­ar upp­lýs­ing­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þrátt fyrir að deila þeirra hafi farið fyrir Héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt ern henni sýnilega hvergi nærri lokið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: