- Advertisement -

Hvaðan kemur dómarinn?

Dómstólar Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður skrifar grein í nýjasta tölublað Lögmannablaðsins, grein sem höfundur nefnir „Hvaðan kemur dómnarinn.“

Á Facebooksíðu sinni segir Hróbjartur: „Hún hittir vel á þá umræðu sem skapaðist þegar það upplýsist að bróðir Ólafs Ólafssonar athafnamanns hefði verið fenginn til að taka að sér dómsstörf í sakamáli sem kennt er við Aurum. Vísast þörf lesning fyrir þá sem telja að það skipti engu máli hver bakgrunnur dómarans sé, eins og sumir mætir menn hafa lýst yfir í umræðu undanfarinna daga í tengslum við það hvort að meðdómarinn hafi verið vanhæfur til setu í dómnum, sérílagi m.t.t. þessara dæmalausu ummæla verkfræðingsins um embætti sérstaks saksóknara. Þau vekja sérstaka furðu og menn velta því fyrir sér hvaðan hann hefur haft fóður í þessa greiningu sína á embættinu sem ætti ekki að vera á færi annarra en löglærðra. Sumir sem hafa tjáð sig um þessa skipan átta sig ekki á að það skiptir ekki máli hvort hægt sé að sanna hvort að maðurinn hafi verið vanhæfur eður ei til setu í dómnum. Það sem öllu máli skiptir er að ásýnd dómstólsins sé trúverðug og sé laus við vafa um hvort hlutleysis sé gætt. Því fer auðvitað fjarri. Í ljósi þessara nánu tengsla meðdómarans og Ólafs og ummæla Ólafs um embætti sérstaks var það í hæsta máta vafasamt að velja bróðir Ólafs til setu í dómnum og í öllu falli átti að upplýsa sérstakan saksóknara um þessi tengsl þegar dómsformanninum var um þau kunnugt, en það var ekki gert. Öllum hlýtur það vera ljóst núna eftir að ummæli meðdómarans féllu að þarna fór ekki dómari sem fullnægði hlutleysis- og trúverðugleikakröfu sem gera ber til dómstóla.

Grein Hróbjartar er að finna hér, á bls. 24.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: