- Advertisement -

Því ekki að endurvekja Alþýðubrauðgerðina?

Gunnar Smári skrifar:

Þegar verkafólki ofbauð okur bakara stofnaði það sína eigin brauðgerð. Hvers vegna gerir verkalýðshreyfingin eitthvað slíkt í dag? Þegar Costco kom hingað voru vörur þar 40% ódýrari en í íslenskum verslunum. Nú er munurinn bara 5%.

Costco sá ekki ástæðu til að gefa neytendum allan þennan mun og ákváðu að hirða gróðann. Nú er verslun Costco á Íslandi fenomen í Costco-keðjunni, sú verslun sem skilar lang lang mestri framlegð. Hvað ætlar verkalýðshreyfingin að láta þetta viðgangast lengi? Af hverju endurvekur hún ekki Kaupfélag verkalýðsins? Nú eða Alþýðubrauðgerðina. Það er ekki eins og Myllubrauðið sé góður matur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: