- Advertisement -

Tossabekkur Sjálfstæðisflokks

Gunnar Smári skrifar:

Ráðherrarnir eru í meðbyr á háskatímum, flestir. Þetta er eiginlega deildarskipt. Ef ekki væri fyrir Mumma umhverfis væri efri deildin ráðherrar VG og Framsóknar en neðri deildin Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta sýnir ágætlega hversu illa þjóðinni er við það að sá flokkur sé við völd.

Ef við búum til meðaltalsráðherra flokkanna þá er Vg með 51% ánægju og 26% óánægju eða 25% í plús. Framsókn er með 49% í ánægju og 21% óánægju eða 28% í plús. Tossabekkur Sjálfstæðisflokks er hins vegar með aðeins 33% ánægju en 36% óánægju eða 3% í mínus. Vg og Framsókn ættu að leita að skárri förunautum.

Hann er óvinsælli…

Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er með ónýtan formann og forystu. Það eru nánast jafn margir óánægðir með Bjarna Benediktsson og ánægðir; 39% í plús og 37% í mínus. Hann er óvinsælli en aðrir formenn flokksins, en ekki með nema hluta af vinsældum þeirra. Og það í miðju cóvid, fjármálaráðherra ausandi úr ríkissjóði á báðar hendur og í allar áttir.

Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún er með litlu betri mælingu; 35% í plús og 27% í mínus. Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri forystukreppu. Kannski er lag fyrir einhvern utanaðkomandi að bjóða sig fram í prófkjöri í vor og leiða baráttu flokksfélaga fyrir rækilegri endurnýjun forystunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: