- Advertisement -

Uppnám

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Það er uppnám í stórum hluta heims. Trump treður nánustu bandalagsríkjum innan NATO um tær og hótar þeim illu, og segir Þjóðverja í klóm Rússa vegna kaupa á gasi. Sjálfur ætlar hann að eiga fund með Putin í Finnlandi. Hann virðist hafa miklar mætur á einvaldinum í Rússlandi, sem líklega hefur aldrei staðið sterkari en nú þegar Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er að ljúka og mótsgestir hafa hrifist af skipulagi og framgöngu Rússanna.

Svo ætlar Trump að heimsækja Bretland, þar sem allt er í uppnámi vegna Brexit og ríkisstjórnin vegur salt á bjargbrún. Tugir, ef ekki hundruð þúsunda Breta, munu taka á móti Trump, ekki með klappi og húrrahrópum, heldur andmælum við stefnu hans. Stjórnvöld hafa áhyggjur og hafa afturkallað öll sumarleyfi lögreglumanna.

Lýðræði er úr sögunni í Tyrklandi og Ungverjalandi og á undir högg að sækja í Póllandi. Innflytjendamálin í Evrópu hafa kveikt pólitíska elda og popúlistaflokkar vaxa eins og gorkúlur á haug. – Allt þetta uppnám, auk veikingar Evrópusambandsins sem stofnunar, vekur ugg og óróa. Margir Evrópubúar muna sögu þjóða sinna, stöðug átök og stríð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Árni Gunnarsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: