- Advertisement -

Úthýst í Eyjum – þögull á þingi

Flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum hafa lýst yfir fullkomnu vantrausti á sinn fyrsta þingmann, Pál Magnússon, innmúraða kratann af Túngötunni, einsog Ásmundur Friðriksson, samflokksþingmaður Páls, kallar hann þegar svo hentar.

Páll hreyfst af klofningsframboði úr flokknum í bæjarstjórnarkosningunum. Við lítinn fögnuð margra. Í gær var hóað til fundar í fulltrúaráði flokksins í Eyjum þar sem samþykkt var fullkomið vantraust á Pál og honum hent út úr fulltrúaráðinu. Svo var því bætt við, þessir fyrrum félagar hans, treysta honum ekki til áframhaldandi þingsetu.

Talandi um þingstörfin. Meðan hinn ötuli þingmaður Björn Leví situr í toppstætinu, hvað varðar ræðuhöld á Alþingi, situr Páll á botninum. Hann ekki einungis talar minnst allra þingmanna, hann talar allra, allra minnst.

Svo er að sjá að það hafi dregið stórt ský fyrir pólitíska sólu Páls Magnússonar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: