- Advertisement -

Útsendarar flokkanna stjórna RÚV

Þessi frétt Moggans minnir okkur á hversu stutt er frá stjórnarflokkunum að Ríkisútvarpinu:

„Alþingi hef­ur kjörið níu menn og jafn­marga vara­menn í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf., til eins árs, sam­kvæmt lög­um um Rík­is­út­varpið. Þar sem ekki voru fleiri til­nefnd­ir en kjósa átti lýsti for­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þá rétt kjörna.

Stjórn Rúv. skipt­ir sjálf með sér verk­um, en gert er ráð fyr­ir því að Jó­hanna Hreiðars­dótt­ir verði áfram formaður henn­ar.

Aðal­menn voru kjörn­ir þau Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Jón Ólafs­son, Brynj­ólf­ur Stef­áns­son, Marta Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir, Jó­hanna Hreiðars­dótt­ir, Guðlaug­ur G. Sverris­son, Mörður Árna­son, Mörður Áslaug­ar­son og Björn Gunn­ar Ólafs­son.

Þær breyt­ing­ar urðu á stjórn­inni að Ragn­heiður Elín kom inn í stað Ragn­heiðar Rík­h­arðsdótt­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk, Marta Guðrún í stað Elísa­bet­ar Indru Ragn­ars­dótt­ur fyr­ir vinstri græn og Mörður Áslaug­ar­son í stað Láru Hönnu Ein­ars­dótt­ur fyr­ir Pírata. Þá til­nefna starfs­manna­sam­tök Rúv. einn mann í stjórn án at­kvæðis­rétt­ar.“

Það er eflaust ekki andskotalaust, fyrir starfsmenn RÚV, að búa við eins rammpólitíska stjórn og raun er á.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: