- Advertisement -

Valið er þitt, hvað viltu borga?

Fjármálaráðherra segir fólk geta valið á milli vertryggðra lána og óverðtryggðra. Er það svo einfalt?

„Um þessar mundir hafa heimili val á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, auk þess sem þau geta blandað þessum lánum í þeim hlutföllum sem þeim hentar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi.

Þar talaði fjármálaráðherra einsog ekkert væri. Fólk geti valið vertryggð lán eða ekki.

 „Það er ótrúlegt að hlusta á fullyrðingar um að fólk hafi val um hvort það taki verðtryggð eða óverðtryggð húsnæðislán,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sem hefur skoðað fullyrðingar Bjarna, og fleiri.

Er valkostur raunverulega til staðar þegar þú hefur aðeins efni á að kaupa eða velja aðra vöruna, spyr Ragnar og leitaði svara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dæmi:

Ungt par fær greiðslumat í banka upp á 135 þúsund krónur á mánuði.

Þau hafa safnað 4,5 milljónum í útborgun.

Þau finna 60 fm. tveggja herbergja íbúð í gömlu húsi á höfuðborgarsvæðinu á 30 milljónir.

Þau geta tekið 25,5 milljón króna verðtryggt jafngreiðslulán með óverðtryggðu brúar láni sem hefur mánaðarlega greiðslubyrði upp á 133.985 kr.

Hinn „valkosturinn“ er óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum með mánaðarlega greiðslubyrði 194.928 kr.

Þá spyr ég þá sem telja að fólk hafi bara val um að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán hvaða valkostir eru í stöðunni hjá þessu unga pari?

https://www.landsbankinn.is/einstakli…/lan-og-fjarmognun/…/…

https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/818164


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: