- Advertisement -

Verður Sanna næsti borgarstjóri?

Gunnar Smári skrifar:

Það fatta það kannski ekki allir, en leiðin út úr heimskulegu þjarki milli Samfylkingar og fylgitungla annars vegar og Sjálfstæðisflokks hins vegar er að gera Sönnu Magdalenu að borgarstjóra. Hún heldur haus í borgarstjórn, vill bæta borgina með því að byggja hana upp út frá kröfum, vonum og væntingum þeirra sem helst líða fyrir annmarka núverandi stefnu. Byggjum yfir fólk í húsnæðiskreppu, byggjum upp almenningssamgöngur út frá væntingum farþega í strætó, aðlögum skólana að vonum nemendanna o.s.frv. Og rukkum hin betur settu sem hafa komið sér undan því að greiða réttlátan skerf til samfélagsins.

Við viljum Sanna pólitík, sem fjallar um hagsmuni fólksins í borginni. Það er komið nóg af ímynd og ímyndunum borgarfulltrúa, sem kynna óunnin stórafrek fyrir hverjar kosningar en geta ekki horfst í augu við aðgerðarleysi sitt milli kosninga. Mótvægið er sönn reynsla fólks af miskunnarlausu óréttlæti samfélagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: