Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki sagði í Alþingi fyrr í dag:
„Það eru tæplega tvöþúsund framhaldsskólakennarar í landinu. Þeir bíða með öndina í hálsinum. Það er blóðugur niðurskurður á framhaldsskólastiginu. Við biðjum um að fá að ræða við menntamálaráðherra. Það voru engin svör hér í gær þegar menntamálaráðherra var spurður út í þetta. Og þetta er ekki fyrsta málið, við báðum um að ungmenni kæmu fyrir nefndina í öðrum málum. Því var líka hafnað. Og nú er svo komið að minni hlutinn þarf að hitta fólk sem skrifaði umsagnir um frumvörp. Við þurfum að hitta þau sér vegna þess að meiri hlutinn valtar yfir aðhald — það sem minni hlutinn þarf að sinna. Þetta eru algerlega óboðleg vinnubrögð.“