- Advertisement -

Vill lyf í almennar verslanir

Viðskiptaráð hefur tjáð sig um stefnu í lyfsölu. Ráðið er þeirrar skoðunar að rétt sé og eðlilegt að lausasölulyf verði ekki einungis seld í apótekum, heldur einnig í almennum verslunum.

„Sala lausasölulyfja í almennri verslun eykur einnig samkeppni og er til þess fallin að lækka verð á slíkum lyfjum neytendum til hagsbóta,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs.

Án þess að hitta lækni

„Þá er einnig fólgið hagræði í því fyrir almenning að geta nálgast lausasölulyf á sem auðveldastan hátt. Flækjustig söluaðila við að sinna þeim takmörkunum á magni er óverulegt borið saman við heildarávinning almennings og söluaðila sem felur í sér breiðari vöruflóru og víðtækari þjónustu. Sala lausasölulyfja í almennum verslunum getur jafnframt haft jákvæð áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi, þar sem aukið aðgengi gerir einstaklingum kleift t.a.m. að meðhöndla eða komið í veg fyrir minni háttar veikindi án þess að hitta lækni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ísland er aftarlega

Viðskiptaráð leggur  til að ráðist verði í að kanna hvort æskilegt sé að heimila sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennum verslunum.

Samanborið við önnur Evrópuríki stendur Ísland aftarlega hvað varðar sölu á lausasölulyfjum í almennum verslunum. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slík sala heimil. Af Norðurlöndunum banna því einungis Ísland og Finnland sölu lausasölulyfja í almennum verslunum. Reynsla Norðurlandanna hefur sýnt að sala lausasölulyfja í almennum verslunum hefur ekki leitt til ofnotkunar lyfja eða haft slæm áhrif á lýðheilsu þarlendis.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: