- Advertisement -

Vindmyllurnar vinsælastar virkjana

Samfélag All sóttu 9.500 gestir gestastofur Landsvirkunar í júlí.
„Erlendir ferðamenn hafa sýnt mikinn áhuga á endurnýjanlegri orku en um helmingur gesta er af erlendu bergi brotinn. Opið verður áfram í öllum gestastofum Landsvirkjunar út ágúst,“ segir á vef Landsvirkjunar.

Auk gestastofanna var boðið var upp á að skoða vindmyllurnar tvær á Hafinu, við Búrfellsstöð, alla laugardaga í júlí. Alls heimsóttu vindmyllurnar um 1.000 gestir í júlímánuði og kynntu sér rannsóknarverkefnið, virkni vindmyllanna og áætlanir á svæðinu. Íslendingar sýndu vindmyllunum sérstakan áhuga en mikill meirihluti gesta voru íslenskir.

Þetta var annað sumarið sem Landsvirkjun hefur hleypt gestum inn í vindmyllurnar. Í ár var boðið upp á þá nýbreytni að gestir gátu merkt myndir sínar af vindmyllunum í samfélagsmiðlinum Instagram með #myndmylla og tekið þannig þátt í þemaleik hjá vindmyllunum tveimur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: