- Advertisement -

VR vill kaupa heila blokk

Mörg leigufélög nýta sér hörmulegt ástand þar sem hærra leiguverð er þvingað fram.

Hvers vegna hefur VR stofnað leigufélag og hvers vegna að kaupa heila blokk?

„Markaðsaðstæður eru gjöfular fyrir græðgisdrifna auðhringi sem svífast einskis til að græða sem mest á sem skemmstum tíma án þess að taka tillit til langtímahagsmuna heillrar þjóðar. Það sorglega er að mörg leigufélög virðast nýta sér þetta hörmulega ástand og eru dæmi um að fjölskyldum sé sagt upp leigu eingöngu til að fá boð um að halda svo áfram á 20% hærra verði eða hypja sig. Þessu viljum við breyta. Þessu verðum við að breyta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á heimasíðu félagsins.

„Við munum vafalítið finna fyrir frekari mótspyrnu kerfisins við þessum hugmyndum okkar en við verðum engu að síður að taka af skarið ef við ætlum að breyta þessu ástandi í stað þess að bíða það af okkur með hendur í skauti og vonast til að einhver annar geri það, eða markaðurinn lagist af sjálfu sér. Hugsunin með leigufélagi VR er að geta breytt til hins betra fyrir okkar félagsmenn og sýna í verki að við erum framsækin og gerum hlutina í stað þess að bíða eftir að aðrir geri þá fyrir okkur,“ segir Ragnar Þór.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: