- Advertisement -

Fleiri og fleiri hafna bólusetningum

Ólafur Þór Gunnarsson.
Hægt er að koma í veg fyrir marga erfiða sjúkdóma.

„Fólk velur í meira mæli en áður að sækjast ekki eftir bólusetningum fyrir börn sín og trassar í meira mæli að mæta í þær skimanir sem gætu aðstoðað við að finna læknanlega sjúkdóma, til að mynda ýmis krabbamein,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður og læknir.

Mikilvægt fyrir lýðheilsuna

„Það er afar mikilvægt fyrir lýðheilsuna að fólk sinni þessum atriðum. Við erum með tiltölulega góða stöðu í heilbrigðismálum sem ekki er tilkomin fyrir tilviljun heldur m.a af þeirri staðreynd að Íslendingar hafa í gegnum tíðina látið sig þessa þætti varða. Þetta er gríðarlega mikilvægt í lýðheilsulegu tilliti og ég tala ekki um með tilliti til þess hvernig þjóðinni farnast heilsufarslega.“

Hægt að útiloka sjúkdóma

„Það eru töluvert margir lykilsjúkdómar sem nánast er hægt að útiloka með bólusetningum og það eru margir erfiðir sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir að stórum hluta með því að stunda skimanir við krabbameinum. Þetta skiptir miklu máli.

Ég mun á næstu dögum og vikum ræða það við hæstvirtan heilbrigðisráðherra og bera það upp í velferðarnefnd hvort ekki sé ástæða til að ráðuneytið og nefndin taki upp þessa þætti og skoði þessi mál til að tryggja að þjóðin haldi áfram þeirri stöðu að vera ein af heilbrigðustu þjóðum í heimi,“ sagði Ólafur Þór í ræðu á Alþingi.

 

 


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: