- Advertisement -

Stjórnin sló skjaldborg um stórútgerðina

„Hvert er réttmætt tilkall þjóðarinnar til arðs af auðlindinni?“

 „Frumvarpið sem við greiðum atkvæði um í dag svarar hins vegar ekki grundvallarspurningunni, þeirri réttlætisspurningu sem við höfum glímt við um árabil, sem er: Hvert er réttmætt tilkall þjóðarinnar til arðs af auðlindinni?“

Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttur Vg við atkvæðagreiðslu um lækkun veiðigjalda.

„Í þessu frumvarpi er sterklega gefið til kynna í greinargerð að veiðigjöldin dragi úr fjárfestingum í sjávarútvegi, dragi úr tæknilegum framförum, skerði samkeppnisstöðu, leggist á landsbyggðina og séu almennt til þess fallin að leggja nánast allan sjávarútveg í rúst. Staðhæfingar þessar eiga ekki við rök að styðjast og kannski síst á þeim degi þegar forstjóri stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins segir að þjóðin eigi ekki fiskinn í sjónum,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín sagði, við sama tækifæri: „Það er erfitt að horfa upp á þessa markvissu lækkun. Skjaldborgin sem ríkisstjórnin reisti var ekki um heimilin í landinu, hún var ekki um eldri borgara, hún var ekki um öryrkja. Skjaldborgin sem ríkisstjórn Íslands reisti var um stórútgerðina og hennar vini.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný Harðardóttir, tók einnig til máls og sagði meðal annars: „Horfið er frá því að vega hagnað fiskvinnslunnar inn í ákvörðun veiðigjalds og þannig myndast hvati fyrir útgerðirnar til að færa hagnað frekar yfir á vinnslu ef hægt er og hafa þannig áhrif á að veiðigjöldin lækki. Fasti kostnaðurinn er slump, svo eitthvað sé nefnt við þetta frumvarp sem er óásættanlegt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: