- Advertisement -

10,62 krónur fyrir þorskkíló

Hér er óbreytt frétt úr Mogga dagsins:

„Aug­lýs­ing um veiðigjald á þessu ári hef­ur verið birt í Stjórn­artíðind­um. Um tals­verða lækk­un er að ræða í mörg­um fisk­teg­und­um, en gjaldið miðast við hvert kíló óslægðs afla sem landað er á tíma­bil­inu 1. janú­ar til 31. des­em­ber 2020. Veiðigjald fyr­ir þorsk er nú 10,62 kr., 14,86 fyr­ir ýsu, 1,69 fyr­ir mak­ríl og 1,57 kr. fyr­ir kíló af síld.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur reiknað út breyt­ing­ar í ein­stök­um teg­und­um og lækk­ar veiðigjald í þorski um 23%, 8% í ýsu, 50-60% í ufsa, karfa og mak­ríl og yfir 80% í loðnu og kol­munna. Veiðigjald fyr­ir stein­bít hækk­ar um 16%, sam­kvæmt yf­ir­liti LS. Áætlað er að inn­heimta veiðigjalds skili fimm millj­örðum kr. á þessu ári, en fyr­ir nýliðið ár er áætlað að greidd­ir verði um sjö millj­arðar í veiðigjald, lækk­un­in nem­ur rúm­lega tveim­ur millj­örðum eða tæp­lega 30%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í nefndaráliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar síðasta haust fyr­ir 2. umræðu um frum­varp til fjár­laga fyr­ir árið 2020 seg­ir:

„Álagn­ing veiðigjalda miðast við rekstr­araf­komu út­gerðarfyr­ir­tækja árið 2018 og þá var af­kom­an ekki góð í sögu­legu sam­hengi, hagnaður sá minnsti síðan árið 2010. Það skýrist að hluta til af því að aukn­ar fjár­fest­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi leiddu til hærri af­skrifta árið 2018. Þess má geta að ef veiðigjalda­kerfið hefði byggst á eldri lög­um hefði heild­ar­inn­heimta gjalds­ins ekki numið hærri fjár­hæð en 2 millj­örðum kr. Með gild­andi lög­um um veiðigjöld er nú áætlað að inn­heimt­an skili 5 millj­örðum kr. á næsta ári, [2020]“ seg­ir í nefndarálit­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: