- Advertisement -

300 hundruð hjúkrunarfræðingar starfa við annað – brýn þörf er fyrir þá alla

Svandís Svavarsdóttir segir að kjör hjúkrunarfræðinga skipti mmiklu máli.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, upplýsir að um 300 menntaðir hjúkrunarfræðingar hafi valið að starfa við annað en hjúkrun. Guðbjörg segir þörf sé á öllu þessu fólki til starfa á Landspítalanum sem og á öðrum stofnunum.

Þetta kemur fram í Mogganum í dag. Þar segir: „Kjara­samn­ing­ar hjúkr­un­ar­fræðinga við ríkið hafa verið laus­ir í níu mánuði og þol­in­mæði fé­lags­manna gagn­vart samn­inga­nefnd rík­is­ins er á þrot­um. Þetta seg­ir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stuðningsreikningur Miðjunnar er: 26-515 521009 Kt: 521009-2920.

Þetta er merkilegt að jafn fjölmenn starfsstétt og nauðsynleg  skuli hafa verið samningslaus í níu mánuði. Sú meðferð  sem hjúkrunarfræðingar sæta er ekki síður merkileg í ljósi tveggja daga gamalla ummæla heilbrigðisráðherrans, Svandísar Svavarsdóttur:

„Ein stærsta áskorun sem heilbrigðiskerfi þjóða standa frammi fyrir nú er mönnunarvandi, t.d. í hjúkrunarfræði. Kjör skipta meginmáli við lausn á þessu máli og ljóst er að nauðsynlegt er að bæta kjör hjúkrunarfræðinga ljósmæðra og annarra stétta heilbrigðisstarfsfólks. Þá á ég við kjör í víðu samhengi, þ.e. laun, vinnutíma og starfsumhverfi og fulla viðurkenningu á menntun og ábyrgð.“

Það sem Svandís segir og skrifar stangast algjörlega á við raunveruleikann.  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: