- Advertisement -

300 konur bíða í þrjú ár

„Upplýsingar eru um að um 300 konur bíði eftir því að komast í aðgerð á kvennadeild Landspítala og biðtíminn geti verið allt að þrjú ár.“

Þetta er bein tilvitnun í greinargerð með þingsályktunartillögu Elsu Láru Arnardóttur, og fleiri þingmanna, um styttingu biðlista á kvennadeildum. Ályktunin hljómar svo: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að hefja nú þegar átak í styttingu biðlista eftir aðgerðum á kvennadeildum.“ Lagt er semsagt til að átak verði gert í að stytta biðlista eftir aðgerðum á kvennadeildum.

Kvenfélagssamband Íslands sendi frá sér tilkynningu um málið en þar segir m.a.: „Svo virðist vera að konur sem þurfa á aðgerðum sem þessum að halda verði útundan þegar verið er að útdeila peningunum í heilbrigðiskerfinu, Kvenfélagasambandið bendir á að þar er um óbeina kynbundna mismunun að ræða. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá að það að þurfa að bíða svo lengi eftir að komast í þessar aðgerðir hefur gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði kvennanna sem fyrir því verða.“

Flutningsmenn tillögunnar segjast taka undir að löng bið eftir aðgerðum hafi gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði kvennanna sem þar um ræðir. „Því er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að hefja nú þegar átak í að stytta biðlistana. Um leið benda flutningsmenn á mikilvægi þess að efla enn frekar heilbrigðisstofnanir víða um landið og fela þeim verkefni. Sem dæmi má nefna að Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi rekur kvennadeild sem væri eflaust vel til þess fallin að taka við verkefnum sem þessum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: