- Advertisement -

470 aldraðir eru á biðlista

390 einstaklingar voru á biðlista eftir varanlegu hjúkrunarrými og 80 á biðlista eftir varanlegu dvalarrými í byrjun nóvember í fyrra.

Lengstur er biðtíminn á Sauðárkróki, eða 527 dagar.

Það var Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki sem spurði Svandísi Svavarsdóttur. Svar hennar hér að neðan:

 1.      Hversu margir einstaklingar, sem hafa farið í gegnum færni- og heilsumat, eru á biðlista eftir varanlegu hjúkrunar- og dvalarrými (fyrsta val á heimili), sundurliðað eftir heimilum sem fá greidd daggjöld frá Sjúkratryggingum Íslands?
     2.      Hver er meðalbiðtími þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
    Hinn 1. nóvember 2019 voru 390 einstaklingar á biðlista eftir varanlegu hjúkrunarrými og 80 á biðlista eftir varanlegu dvalarrými. Er þá miðað við að skráð hafi verið ósk um heimili og ekki sé um að ræða flutning milli heimila.
    Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ásgerðar K. Gylfadóttur um stöðu á biðlistum, þskj. 631, 283. mál, voru tölur fengnar frá færni- og heilsumatsnefndum. Samkvæmt þeim tölum beið 491 eftir hjúkrunarrými en nefndirnar fengu ekki forsendur um hvaða skilyrði ætti að miða við til að telja á biðlista. Ætla má að það skýri mismuninn.
    Sundurliðun eftir heimilum má sjá í eftirfarandi töflum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tafla 1: Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir hjúkrunarrými og meðalbiðtími í dögum, sundurliðað á hjúkrunarheimili 1. nóvember 2019.

HjúkrunarheimiliFjöldi á biðlistaMeðalbiðtími í dögumFjöldi sem beðið hefur lengur en 90 daga
Ás, Hvera­gerði42503
Barma­hlíð, Reyk­hól­um000
Brák­ar­hlíð Borg­ar­nesi6942
Dal­bær, Dal­vík61373
Drop­laug­arstaðir, Reykja­vík61263
Dval­ar­heim­ilið Stykk­is­hómi1100
Eir, Reykja­vík9692
Fella­skjól, Grund­arf­irði3871
Fell­sendi, Dalasýslu13751
Greni­lund­ur, Greni­vík1310
Grund, Reykja­vík8782
Hamr­ar, Mos­fells­bæ71273
HSU Höfn, Hornafirði2100
HSU Sel­fossi9541
HSU Vest­manna­eyj­um1800
HVE Stykk­is­hólmi000
HVEST Pat­reks­firði12961
Hjallatún, Vík000
HVEST Þing­eyri – Tjörn22561
Seltjörn, Seltjarn­ar­nesi101677
Horn­brekka, Ólafs­firði000
Boðaþing, Kópa­vogi131054
Hrafn­ista Hlévang­ur21572
Hrafn­ista Hraun­vang­ur181438
Ísa­fold, Garðabæ21748
Hrafn­ista Laug­arás249610
Nesvell­ir, Reykja­nes­bæ81084
Sléttu­veg­ur, Reykja­vík25644
Hraun­búðir, Vest­manna­eyj­um21962
HSA Dyngja, Eg­ils­stöðum71544
HSA Fossa­hlíð, Seyðis­firði21832
HSA Nes­kaupstað1310
HSN Blönd­uósi3230
HSN Fjalla­byggð61643
HSN Húsa­vík46944
HSN Sauðárkróki75277
Huldu­hlíð, Eskif­irði51543
Hvamm­ur, Húsa­vík51822
HVE Hólma­vík000
HVE Hvammstanga3641
HVEST Berg, Bol­ung­ar­vík1160
HVEST Eyri, Ísaf­irði92207
Höfði, Akra­nesi2916217
Jaðar, Ólafs­vík11401
Kirkju­hvoll, Hvols­velli2240
Klaust­ur­hól­ar, Kirkju­bæjark­laustri000
Lund­ur, Hellu21571
Mörk, Reykja­vík3719024
Naust, Þórs­höfn000
Roðasal­ir, Kópa­vogi31822
Selja­hlíð, Reykja­vík000
Silf­ur­tún, Búðar­dal000
Skjól, Reykja­vík4941
Skóg­ar­bær, Reykja­vík71084
Sóltún, Reykja­vík61003
Sólvang­ur, Hafnar­f­irði9642
Sól­vell­ir, Eyr­ar­bakka1100
Sunda­búð, Vopnafirði000
Sunnu­hlíð, Kópa­vogi8902
Sæ­borg, Skagaströnd000
Upp­sal­ir, Fáskrúðsfirði1860
Víðihlíð, Grinda­vík42434
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar, Lög­manns­hlíð82875
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar, Hlíð2528116
Samtals390187

Tafla 2: Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir dvalarrýmum og meðalbiðtími í dögum, sundurliðað á hjúkrunarheimili.

HjúkrunarheimiliFjöldi á biðlistaMeðalbiðtími í dögumFjöldi sem beðið hefur lengur en 90 daga
Ás, Hvera­gerði2260
Brák­ar­hlíð Borg­ar­nesi51812
Dal­bær, Dal­vík26442
Fella­skjól, Grund­arf­irði1440
Grund, Reykja­vík1600
Hrafn­ista Hraun­vang­ur24932
Hrafn­ista Laug­arás11851
Hraun­búðir, Vest­manna­eyj­um42194
HSN Blönd­uósi3921
HSN Sauðárkróki124919
Hvamm­ur, Húsa­vík1731311
Höfði, Akra­nesi112128
Jaðar, Ólafs­vík21071
Kirkju­hvoll, Hvols­velli22512
Lund­ur, Hellu2100
Silf­ur­tún, Búðar­dal21091
Sól­vell­ir, Eyr­ar­bakka14351
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar 2 – Hlíð103917
Samtals8052

     3.      Hvert er hlutfall þeirra sem hlotið hafa varanlega vist á hjúkrunar- og dvalarheimili og hafa færni- og heilsumat úr öðrum heilbrigðisumdæmum en viðkomandi heimili er í, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
    Á árunum 2014–2018 var 4.721 dvalar- eða hjúkrunarrými úthlutað á landsvísu (þar sem skráð var hvaða færni- og heilsumatsnefnd hafði afgreitt umsókn um varanlega búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými). Af þeim var 179 veitt rými í öðru heilbrigðisumdæmi en færni- og heilsumat var gert, eða 3,8%. Á sama tíma var 335 dvalarrýmum úthlutað, þar af var 4,3% veitt í öðru heilbrigðisumdæmi en færni- og heilsumat var gert. Á eftirfarandi töflum má sjá sundurliðun eftir heimilum, annars vegar fyrir úthlutuðum hjúkrunarrýmum (tafla 3) og hins vegar fyrir úthlutuðum dvalarrýmum (tafla 4).

Tafla 3: Hlutfall úthlutaðra hjúkrunarrýma árin 2014–2018 þar sem færni- og heilsumat er framkvæmt af færni- og heilsumatsnefnd annars heilbrigðisumdæmis en hjúkrunarheimilið er í, sundurliðað á hjúkrunarheimili.

HeimiliFjöldi úthlutaðra hjúkrunarrýmaHlutfall veitt úr öðru heilbrigðisumdæmi
Ás, Hvera­gerði8920,2
Barma­hlíð, Reyk­hól­um1090,0
Bles­astaðir, Skeiðum10,0
Brák­ar­hlíð Borg­ar­nesi4520,0
Dal­bær, Dal­vík224,5
Drop­laug­arstaðir, Reykja­vík1790,6
Dval­ar­heim­ilið Stykk­is­hómi1612,5
Eir, Reykja­vík2611,5
Fella­skjól, Grund­arf­irði714,3
Fell­sendi, Dalasýslu2181,0
Garðvang­ur, Garði40,0
Greni­lund­ur, Greni­vík80,0
Grund, Reykja­vík4182,6
Hamr­ar, Mos­fells­bæ580,0
HSU – Höfn, Hornafirði476,4
HSU – Sel­fossi530,0
HSU – Vest­manna­eyj­um224,5
HVEST – Pat­reks­firði244,2
HSS Reykja­nes­bæ60,0
Hjallatún, Vík4211,9
HVEST Þing­eyri – Tjörn80,0
Hlévang­ur Kefla­vík10,0
Horn­brekka, Ólafs­firði287,1
Hrafn­ista Boðaþing802,5
Hrafn­ista Hlévang­ur591,7
Hrafn­ista Hraun­vang­ur2193,2
Hrafn­ista Ísa­fold971,0
Hrafn­ista Laug­arás2972,0
Nesvell­ir, Reykja­nes­bæ1003,0
Hraun­búðir, Vest­manna­eyj­um370,0
HSA – Dyngja Eg­ils­stöðum620,0
HSA – Fossa­hlíð, Seyðis­firði260,0
HSA – Nes­kaupstað195,3
HSN Blönd­uósi277,4
HSN Fjalla­byggð310,0
HSN Húsa­vík512,0
HSN Sauðárkróki591,7
Huldu­hlíð Eskif­irði190,0
Hvamm­ur, Húsa­vík220,0
HVE Hólma­vík1118,2
HVE Hvammstanga205,0
HVEST – Berg, Bol­ung­ar­vík175,9
HVEST – Eyri, Ísaf­irði608,3
Höfði, Akra­nesi7710,4
Ísa­fold, Garðabæ590,0
Jaðar, Ólafs­vík1127,3
Kirkju­hvoll, Hvols­velli1811,1
Klaust­ur­hól­ar, Kirkju­bæjark­laustri248,3
Kumb­ara­vog­ur, Stokks­eyri3810,5
Lund­ur, Hellu588,6
Mörk, Reykja­vík1652,4
Naust, Þórs­höfn1010,0
Roðasal­ir, Kópa­vogi140,0
Selja­hlíð, Reykja­vík340,0
Silf­ur­tún, Búðar­dal1513,3
Skjól, Reykja­vík1680,6
Skóg­ar­bær, Reykja­vík1833,3
Sóltún, Reykja­vík1821,6
Sólvang­ur, Hafnar­f­irði1392,9
Sól­vell­ir, Eyr­ar­bakka50,0
Sunda­búð, Vopnafirði150,0
Sunnu­hlíð – Vigdís­ar­holt1180,0
Sunnu­hlíð, Kópa­vogi150,0
Sæ­borg, Skagaströnd80,0
Upp­sal­ir, Fáskrúðsfirði280,0
Víðihlíð, Grinda­vík2711,1
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar 1 – Lög­manns­hlíð830,0
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar 2 – Hlíð2090,5
Samtals4.3863,8

Tafla 4:Hlutfall úthlutaðra dvalarrýma árin 2014–2018 þar sem færni- og heilsumat er framkvæmt af færni- og heilsumatsnefnd annars heilbrigðisumdæmis en hjúkrunarheimilið er í, sundurliðað á hjúkrunarheimili.

HeimiliFjöldi úthlutaðra dvalarrýmaHlutfall veitt úr öðru heilbrigðisumdæmi
Ás, Hvera­gerði2313,0
Barma­hlíð, Reyk­hól­um250,0
Bles­astaðir, Skeiðum60,0
Brák­ar­hlíð Borg­ar­nesi2611,5
Dal­bær, Dal­vík240,0
Dval­ar­heim­ilið Stykk­is­hómi128,3
Fell, Reykja­vík40,0
Fella­skjól, Grund­arf­irði20,0
Greni­lund­ur, Greni­vík20,0
Grund, Reykja­vík40,0
Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands – Höfn, Hornafirði520,0
Hjallatún, Vík30,0
Horn­brekka, Ólafs­firði130,0
Hrafn­ista Hraun­vang­ur355,7
Hrafn­ista Laug­arás40,0
Hraun­búðir, Vest­manna­eyj­um110,0
HSN Blönd­uósi205,0
HSN Sauðárkróki170,0
Hvamm­ur, Húsa­vík210,0
Höfði, Akra­nesi310,0
Jaðar, Ólafs­vík80,0
Kirkju­hvoll, Hvols­velli10,0
Klaust­ur­hól­ar, Kirkju­bæjark­laustri540,0
Lund­ur, Hellu30,0
Silf­ur­tún, Búðar­dal50,0
Sól­vell­ir, Eyr­ar­bakka160,0
Sæ­borg, Skagaströnd10,0
Upp­sal­ir, Fáskrúðsfirði80,0
Öldrun­ar­heim­ili Ak­ur­eyr­ar, Hlíð230,0
Samtals    335    4,2

     4.      Hversu margir þeirra, sem hafa færni- og heilsumat og eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, liggja á legudeildum heilbrigðisstofnana, þar á meðal Landspítala? Hvert er hlutfall legudaga þessara einstaklinga af heildarlegudögum viðkomandi legudeilda frá síðastliðnum áramótum?
    Fjöldi þeirra einstaklinga sem voru með gilt færni- og heilsumat og biðu á Landspítala eftir varanlegu hjúkrunarrými voru að meðaltali 44 einstaklingar frá janúar og út nóvember árið 2019 og nýtti 9,8% þeirra legudaga sem nýttir voru á viðkomandi deildum á þeim tíma. Þetta er fyrir utan þá sem dvelja í biðrýmum á Vífilsstöðum sem eingöngu eru ætluð til þeirrar starfsemi en það eru 44 rými og eru fullnýtt.
    Á Sjúkrahúsinu á Akureyri var fjöldi þeirra einstaklinga sem voru með gilt færni- og heilsumat í bið eftir varanlegu hjúkrunarrými að meðaltali 4,4 á hverjum tíma frá janúar og út nóvember árið 2019 og nýtti 3,35% þeirra legudaga sem nýttir voru á viðkomandi deildum á þeim tíma.
    Ekki var unnt að kalla þessar upplýsingar fram á öðrum heilbrigðisstofnunum og voru þær því beðnar um punktstöðu 12. desember sl. með tilliti til fjölda inniliggjandi einstaklinga á biðlista eftir varanlegu hjúkrunar- eða dvalarrými og hlutfalli þeirrar nýtingar rúma á heildarfjölda rúma á viðkomandi stofnun.
    Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru þrír einstaklingar inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það nýtingu 15,4% rúma á þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi voru átta einstaklingar inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 28,6% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði var einn einstaklingur inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 6,7% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Norðurlands var einn einstaklingur inniliggjandi á Húsavík og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 12,5% nýtingu rúma þar og á Sauðárkróki voru þrír inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými sem samsvaraði 42,8% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Austfjarða var einn einstaklingur inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 4,3% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru þrír einstaklingar inniliggjandi á Selfossi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 16,7% nýtingu rúma þar og í Vestmannaeyjum voru þrír inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými sem samsvaraði 20% nýtingu rúma þar.
Deila

  • Share

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: