- Advertisement -

Ráðherra gripinn með allt niður um sig

Ef einhver hópur ber höfuðábyrgð á þeim milljörðum um Íslendingar verða að greiða í sektir þá er það fólkið í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Gunnar Smári skrifar:

Hvers konar rök eru þetta hjá umhverfisráðherra sem er gripinn með allt niður um sig? Í stað þess að taka ábyrgð á afleitri stöðu vegna Kyoto segir hann það vandamál liðinna ríkisstjórna en hans ríkisstjórn sé með voða fínt plan til að mæta Parísarsamkomulaginu. Og þess vegna eigum við að borga, það sé ekki á hans ábyrgð. Halló! Þú ert umhverfisráðherra. Þú áttir að bregðast við þessari stöðu. Þér dugar ekki að segjast hafa látið þetta gossa en sért með eitthvert plan upp á seinni tíma.

Þar fyrir utan Kyoto gekk í gildi í febrúar 2005. Frá þeim tíma hefur Katrín Jakobsdóttir setið í ríkisstjórn 46% tímans, eins og Svandís Svavarsdóttir. Og flokkur þeirra VG ber ábyrgð á veigamesta einstaka atriðinu sem veldur því að Íslendingar þurfa að kaupa mengunarheimildir fyrir milljarða, kísilverið á Bakka.

Á þessu tímabili hefur Guðlaugur Þór Þórðarson setið í ríkisstjórn 35% tímans og þeir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson 48% tímans. Síðustu bráðum fjórtán árin, 85% tíma Kyoto, hefur einhvern núverandi ráðherra verið í ríkisstjórn.

Það er því algjörlega fráleitt af umhverfisráðherranum að vísa ábyrgð á stöðu mála frá núverandi ríkisstjórn. Ef einhver hópur ber höfuðábyrgð á þeim milljörðum um Íslendingar verða að greiða í sektir þá er það fólkið í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: