- Advertisement -

Er Sjálfstæðisflokkurinn baneitraður?

Eiríkur Rögnvaldsson birti þessa færslu frá þingflokksformanni Vinstri grænna. Skrif Orra Páls voru mjög ákveðin. Nú er að sjá hvað formaður þingflokksins gerir nú.

Það getur ekki annað verið en að hvasst sé á stjórnarheimilinu. Bæði Framsókn og Vinstri græn eru að stórtapa fylgi. Ekki vegna eigin mála, þau eru ekki svo mörg. Flokkarnir tapa fylgi vegna stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki.

Bjarni Benediktsson er aðalleikarinn í flestum skandölum. Íslandsbankasalan og Lindarhvoll ættu að duga, í sitt hvoru lagi svo ekki sé talað um bæði samtímis. Niðurlæging Vinstri grænna er orðin stórkostlega mikil. Kannski er ekki hægt að bjarga ástandinu og því finnur VG ekkert skjól.

Framsókn er söm við sig. Kosningasigur þeirra síðast kostaði þjóðina óheyrilega mikið. Sigurður Ingi mætti til stjórnarmyndunnar með þanið brjóst. Var við það að springa af grobbi. Það varð til þess að nánast öllu stjórnarráðinu var breytt. Bara til að uppfylla hinn uppblásna formann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Næstu ríkisstjórnar bíður að snúa ofan af lönguvitleysunni. Víst er að Framsókn fékk meira kjörfylgi en flokkurinn ræður við. Lilja og Willum eru við að missa stjórn á sér sjálfum.

Þetta er búið spil. Því fyrr sem ríkisstjórnin gefst upp. Því betra.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: