- Advertisement -

Samstaða ríkisstjórnar, Miðflokks og Flokks fólksins um breytingarnar á útlendingalögum

Gunnar Smári skrifaði fyrir Samstöðina:

Það myndaðist traust bandalag milli ríkisstjórnarflokkanna annars vegar og Miðflokks og Flokks fólksins annars vegar þegar umdeildar breytingar á útlendingalögum fóru í gegnum þingið síðasta vetur. 38 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum en þeir hefðu líklega geta orðið fleiri þar sem átta þingmenn þessara flokka voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Enginn þingmaður þessara flokka greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Og enginn þingmaður Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata greiddi atkvæði með lögunum. 15 þingmenn þessara flokka greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en tveir voru fjarverandi: Halldóra Mogensen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þessar breytingar voru því samþykktar í traustum meirihluta ríkisstjórnar og flokka sem kalla má ný-hægrið á Íslandi: Miðflokks og Flokks fólksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með lögunum: Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og varaþingkonan Berglind Harpa Svavarsdóttir. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Tólf þingmenn Framsóknar greiddu lögunum atkvæði: Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásmundur Einar Daðason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson og varaþingkonan Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir. En Ingibjörg Isaksen var fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Lögin voru samþykkt af sex þingmönnum VG: Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir. En Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Aðeins varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Anna Kolbrún Árnadóttir, greiddi atkvæði með frumvarpinu fyrir Miðflokkinn þar sem Bergþór Ólason var fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Sex þingmenn Flokks fólksins greiddu atkvæði með lögunum: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Tómas A. Tómasson og varaþingmaðurinn Sigurjón Þórðarson.

Myndir er af forystufólki flokkanna sem tryggðu breytingunum brautargengi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: