- Advertisement -

Skáldið smánaði hakakrossfánann

- Steinunn Þóra Árnadóttir vill breytingar á hegningarlögum þar sem bann er lagt við móðgun erlendra þjóðhöfðingja.

Steinn Steinarr var dæmdur fyrir að kalla Hitler blóðhund.

„Þannig hlaut rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson dóm fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhund og skáldið Steinn Steinarr fyrir að smána hakakrossfána þýska nasistaflokksins. Óhætt er að segja að sagan hafi farið mjúkum höndum um þau afbrot.“

Þetta segir meðal annars í greinagerð lagafrumvarps þar sem Steinunn Þóra Árnadóttir er í forsvari. Þar er gert ráð fyrir að hegningarlögum verði breytt þannig að útilokað verði að fólk verði dæmt, hér á landi, fyrir að tjá sig um erlenda þjóðhöfðingja.

Með frumvarpinu er greinagerð þar sem segir: „Á undanförnum misserum hefur talsvert verið þrengt að tjáningarfrelsi víða um heim. Frelsi blaðamanna hefur verið skert og stjórnvöld í einstökum ríkjum hafa reynt að uppræta gagnrýna umræðu, jafnvel yfir landamæri. Má í því samhengi nefna nýlegt mál þar sem þýsk stjórnvöld létu undan þrýstingi Tyrklandsstjórnar og heimiluðu málaferli gegn skemmtikrafti sem farið hafði óvirðulegum orðum um Erdogan, forseta Tyrklands. Ákvörðun þessi er almennt talin hafa verið mikill álitshnekkir fyrir þýsku ríkisstjórnina og ótíðindi fyrir tjáningarfrelsið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Lagaákvæðum sem standa eiga vörð um sóma erlendra þjóðhöfðingja hefur sjaldan verið beitt hér á landi og enn sjaldnar fallið dómar á grunni þeirra. Þau fáu tilvik hafa þó síst verið landi og þjóð til sóma. Þannig hlaut rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson dóm fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhund og skáldið Steinn Steinarr fyrir að smána hakakrossfána þýska nasistaflokksins. Óhætt er að segja að sagan hafi farið mjúkum höndum um þau afbrot.“

Hér er hægt að lesa frumvarpið.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: