- Advertisement -

Bankasalan, fleygurinn í stjórnarsamstarfinu?

„En hvítbókin er ekki, og var aldrei ætlað að vera einhver heilagur sannleikur…“

Vinstri græn hafa ekki kyngt, hafa alla veg ekki enn kyngt sölu ríkisbankanna. Hvað sem verður.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði á Miðjunni, fyrr í þessari viku að flokkur hennar hafi ekki vikið frá þeirri skoðun að öðrum bankanna verði breytt í samfélagsbanka.

Í  hvítbókinni er talað um bankasölu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 „Hvítbókin er ágætis innlegg í umræðuna og nær markmiðum sínum sem voru að vera grundvöllur umræðu um stefnumótun og ákvarðanatöku í samræmi við stjórnarsáttmálann. En hvítbókin er ekki, og var aldrei ætlað að vera einhver heilagur sannleikur um hvað skyldi gera í þessum málum til framtíðar,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, við Miðjuna.

Það er fyrirstaða innan VG um bankasölu, meðan stoðir Sjálfstæðisflokksins virðast vera að bresta. Fjárfestar í flokknum virðast vart geta beðið lengur.

„Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun,“ segir í stjórnarsáttmálanum.

Stjórnmálamönnum verður ekki skotaskuld að deila um þetta orðaval. Í þessu máli er skýr munur á vilja stjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Hvort þa skipti nokkru þegar á reynir er með öllu óvíst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: