- Advertisement -

Bjarni má hækka laun ráðherra og þingmanna

Ríkisstjórn Íslands. Heimild er til að hækka laun þeirra, sem og annarra þingmanna, í sumar.

Frágengið er að í júlí í sumar verður heimilt að hækka laun kjörinna fulltrúa. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í vikulegum pistli sínum, að hún vilji ekki láta; „…hjá líða að minnast á frumvarp að lögum sem taka við af kjararáði en samkvæmt því er gert ráð fyrir því að ráðherra fái heimild til að hækka laun kjörinna fulltrúa strax í júlí á þessu ári, umfram þær hækkanir sem kjörnir fulltrúar hafa nú þegar fengið. Framúrkeyrsla kjararáðs umfram kjarasamninga frá 2015 hefur nú þegar kostað skattgreiðendur 1,3 milljarð króna. Mér dettur í hug ýmislegt sem hægt væri að gera fyrir þá peninga, til dæmis að hækka húsaleigubætur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: