- Advertisement -

Valtað yfir aldraða og öryrkja

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Grein mín í Mbl í gær um launaþróun og þróun lífeyris aldraðra og öryrkja undanfarin ár fékk talsverð viðbrögð og athygli. Þar kemur greinilega fram hvernig valtað hefur verið yfir aldraða og öryrkja í kjaramálum.  Á sama tíma og laun hækkuðu um 13-40% hækkaði lífeyrir um 3%!

Þetta er yfirgengilegt og algert lögbrot, þar eð lögum samkvæmt á lífeyrir að fylgja launaþróun og aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs .Í stað þess að hækka lífeyri meira en laun sem væri eðlilegt, ef stjórnvöld vildu leiðrétta lífeyrinn, þar eð hann er allt of lágur þá halda stjórnvöld lífeyrinum niðri, níðast á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og skiptir þá stjórn og þing engu þó þeir lægst launuðu hafi ekki nægilegt til framfærslu.

Framkoma stjórnar KJ við lægst launuðu aldraða og öryrkja fyrsta valdaárið slær öll met og er verri enn hjá hreinum íhaldsstjórnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: