- Advertisement -

„Ógeðsmálið“ olli deilum í samgöngunefnd

Tillagan um að kjósa um formennsku Bergþórs Ólasonar var tæk.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, á sæti í samgönguefnd. Hún skrifar:

Að gefnu tilefni, ef einhver nennir meiru um þetta mál: Nei. Það hefði ekki verið brot á þingskaparlögum. Tillagan um að kjósa um formennsku Bergþórs Ólasonar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar var tæk. Hefði hún verið samþykkt, hefði þurft að bera upp aðra sérstaka tillögu um formann. Því til viðbótar þá stungum við, sem að tillögunni stóðum, upp á fundarhléi svo hægt væri að fara yfir málið. Því var hafnað af meirihluta nefndarinnar.

Það skiptir máli hvernig við bregðumst við, sögðu þingmenn nær einróma þegar þetta ógeðsmál skaust upp úr forarpyttinum í lok nóvember. Vonandi stöndum við við stóru orðin. Ég ætla að trúa því.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: