- Advertisement -

Hvorki vitlaust né dónalegt

Liggja bara upp í sófa, maula hangikjöt, hákarl og harðfisk með smjeri.

Ingi Hans Jónsson, í Grundarfirði, skrifar:

Ja sko, nú kom það fyrir en einu sinn. Ég er farinn að spökulera. Sko ef maður vill losna við umræðuna um Bragga í Reykjavík, gerir maður eitthvað en vitlausara. Eins og kannski að kaupa pálmatré. Og fyrst klukkan bjargaði ekki Klausturmunkum þá má alltaf reyna veggjöld. Og svo má náttúrulega tala um Egvador sem einhver ráðherra kallaði stjórnarhættina „þjófræði“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og núna þegar þeir sem minnst hafa vilja meira eru hinir búnir að hirða það allt. Og svo eigum við að borga veggjöld og hætta að nota plastpoka og þá verða allir glaðir. Svo eigum við að spökulera svolítið um heilsuna borða hollt og hlaupa.

En það er hellingur af fólki lifandi sem aldrei hefur komið í líkamsrækt né farið á nokkurn kúr. Svo út af þessum spökuleringum hef ég ákveðið að horfa ekki á sjónvarp né hlusta á fréttir. Ekki heldur hreyfa mig nokkurn skapaðan hlut. Liggja bara upp í sófa, maula hangikjöt, hákarl og harðfisk með smjeri. Það er hvorki vitlaust né dónalegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: