- Advertisement -

Vilja taka Landssímahúsið eignanámi

Fyrirhugaðar framkvæmdir mega með réttu teljast fela í sér röskun á þingfriði.

Fjórir Alþingismenn hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fjármálaráðherra verði falið að koma Landssímahúsinu í ríkiseign og takist samningar um kaup hússins ekki, verði það tekið eignarnámi.

Þingmennirnir eru: Ólafur Ísleifsson, Ásmundur Friðriksson, Karl Gauti Hjaltason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Í greinargerð með tillögunni vitnar þeir meðal annars til stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi sé friðheilagt og má enginn raska friði né frelsi þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fyrirhugaðar framkvæmdir og starfsemi á Landssímareitnum við Austurvöll, þar sem rísa eiga stórt og mikið hótel og veitingastaðir með tilheyrandi umferð ferðamanna og hópferðabíla, mega með réttu teljast fela í sér röskun á þingfriði í andstöðu við umrætt ákvæði. Flutningsmenn þessarar tillögu telja slíkt ekki mega viðgangast og leggja í því skyni til að fjármála- og efnahagsráðherra verði falið, helst með samningum en með eignarnámi ef nauðsyn krefur, að tryggja ríkinu eignarhald á Landssímahúsinu eða eftir atvikum þeim hluta byggingarlóðar sem tilheyrir Víkurkirkjugarði. Áður hefur verið bent á að friðhelgi Alþingis sé virt að vettugi með áformunum og kærði forsætisnefnd Alþingis m.a. deiliskipulag svæðisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sínum tíma,“ segir í greinargerðinni.

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: