- Advertisement -

Ríkið brýtur mannréttindi

Þau hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Vandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir,  hafa einungis tekjur frá Tryggingastofnun (eða mjög lítinn lífeyrissjóð líka). Þeir hafa 252 þúsund krónur eftir skatt á mánuði.

Ef þeir hafa ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Þeir verða þá að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það er ömurlegt hlutskipti í þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Margar ekkjur á efri árum eru í svipaðri stöðu, svo og margir ekklar. Húsnæðisstaðan skiptir miklu máli. Margir í þessari stöðu verða ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og eiga mjög erfitt með það; geta ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl.

Margir hafa rætt þetta við mig. Það er verið að brjóta 76. grein stjórnarskrárinnar á þessu fólki, verið að brjóta mannréttindi á þeim. Þeir, sem eru í þessari stöðu geta ekki tekið fullan þátt samfélaginu. Sama á í raun við hjón og sambýlisfólk, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum en ekkert frá öðrum. Þau hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: