- Advertisement -

Svandís afneitar samherja

Katrín segist ekki lengur treysta eigin ályktun.

Svandís Svavarsdóttir afneitaði samherja sínum, Kristjáni Þór Júlíussyni í spjallþætti Gísla Marteins. Svandís sagðist ekki vera í ríkisstjórn sem vilji hvalveiðar. Hins vegar, sagði hún, að innan ríkisstjórnarinnar sé ráðherra sem vilji hvalveiðar. Það sem hann gerir er kannski ekki með vilja VG, en án andmæla þeirra. Nema kannski í spjallþáttum.

Þetta er mikið vandræðamál fyrir Svandísi og ætti að vera það líka fyrir Katrínu. Hún vill samt ekki segja að hún sé vonsvikin. Segist þurfa frekari gögn um afleiðingar hvalveiða.

„Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar–græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Djúpríkið:
Loftsson sendir Júlíussyni póst og fær sitt. VG kyngir í einum bita.

Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni“.

Þarf Katrín frekari vitnanna við? „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna,“ segir í ályktun sem hún samþykkti fyrir ekki svo löngu síðan. Síðan hefur ekkert breyst?

Hefur ekkert breyst? Jú, auðvitað hefur margt breyst. Svandís kýs að loka augunum vegna hvalveiða og Katrín treystir ekki lengur eigin skoðun um skaðsemi veiðanna.

Og svo má ekki gleyma að það var Kristján Loftsson hvalfangari sem sendi nafna sínum tölvupóst um málið og fékk sínu framgengt.

Tiltrú fólks á stjórnmálum er með allra minnsta móti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: