- Advertisement -

Auðræði eykst á kostnað lýðræðis

Við eru stödd í aftasta vagni Eimreiðar.

Ragnar Önundarson skrifar:

EES er umgjörð evrópsks kapítalisma og skapar honum rými sem við getum ekki átt neitt við hér á landi, ekki þrengt að. Löggjafarvaldið um efnahagslífið var framselt til ESB. Auðurinn þjappast saman fyrir augum okkar og auðræði eykst á kostnað lýðræðis. Afleiðingin er endalaus niðurskurður útgjalda til velferðarmála og vaxandi ójöfnuður. Svigrúmið til að vinna gegn þessu er ekki fyrir hendi. Gamla ,,blandaða hagkerfið”, þar sem fyrirtækin höfðu stöðu kúnna á bæ bóndans, og voru til fyrir hann og fólkið á bænum, lætur undan síga. Ég sakna þess. Við höfum ekki endurmetið EES, ekki farið yfir kosti og galla í ljósi reynslunnar, þó meira en aldarfjórðungur sé liðinn.

Lúxusbílar eru á útsölugengi fyrir hina fáu ofuríku, dansinn kringum gullkálfinn dunar, viðskiptajöfnuðurinn rýrnar. Hinir lægst launuðu, öryrkjar og aldraðir ná ekki endum saman. Átök á vinnumarkaði eru hafin. Bóla hefur blásið út á fasteignamarkaði vegna gríðarlegs skorts, örfáir (k)verktakar hirða 50-100% hagnað. Sveitarfélögin afhenda þeim allar lóðirnar. Unga fólkið skrifar undir meiri skuldir en annars væri, sumir ná aldrei að safna fyrir útborgun. Börn alast upp í fátækt í landi sem hefur hæstu tekjumeðaltöl í heimi. Allt í boði nýfrjálshyggjunnar, sem varin er af EES.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Gallharður trúmaður nýfrjálshyggjunnar hefur verið valinn til að annast endurmat á EES.

Við eru stödd í aftasta vagni Eimreiðar. Eldur er laus í henni, hún æðir áfram á teinum sem enginn veit hvert liggja. Lestarstjórinn reynir að ná stjórn og hlustar ekki á viðvörunarköll farþeganna. Í næsta vagni fyrir framan okkar ríkir uppnám, þar er töluð enska. Farþegarnir eru að reyna að losa vagninn frá, en það tekst ekki enn. Fremst í okkar vagni er gamalreyndur Eimreiðarmaður. Hann horfir aftur fyrir sig, lítur yfir farinn veg og fullvissar okkur um að allt sé með felldu. Okkur Íslendingum finnst gaman að ferðast í lest, þessi ferð er samt farin að minna óþægilega á „rússíbana“.

Gallharður trúmaður nýfrjálshyggjunnar hefur verið valinn til að annast endurmat á EES. Löglærður ágætismaður, þrautreyndur pólitíkus, með inngróna hugmyndafræði í kollinum, sem fyllir út í það rými í huga hans sem annars hefði nýst til mannúðlegrar íhugunar um efnahagsmál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: