- Advertisement -

Húsvanir ráðherrar settir í skítverkin

Skopmynd Moggans í dag. Það er Ívar Valgarðsson sem teiknaði. Vel heppnið mynd.

Sigurjón Magnús Egilsson:

En af hverju að tala um þetta núna? Kannski vegna þess hversu einbeitt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra er í þeirri glæfraför að afhenta marga af fallegustu og bestu fjörðum landsins norskum grósserum.

Leiðari Stundum ber að hlusta á það sem Davíð Oddsson segir eða skrifar. Skárra væri það nú. Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra. Talað er af þekkingu þegar hann tjáir sig um það sem gerist bak við tjöldin.

Þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mynduðu sína ríkisstjórn háttaði þannig til að enginn ráðherra í ríkisstjórninni hafði áður gegnt ráðherraembætti. Ekki einn einasti.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð: „Til­hneig­ing­in hef­ur verið sú að færa æ meiri völd í hend­ur ókjör­inna og nafn­lausra emb­ætt­is­manna og nefnda með þeim rök­um að það sé fag­legt.“

Þá skrifaði Davíð að flestir ráðherrar verði fljótt húsvanir. Það er að embættismenn ráðuneytanna nái fljótt tökum á hinum nýjum ráðherrum. Eflaust er þetta rétt. Um það eru mýmörg dæmi.

En af hverju að tala um þetta núna? Kannski vegna þess hversu einbeitt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra er í þeirri glæfraför að afhenta marga af fallegustu og bestu fjörðum landsins norskum grósserum. Án endurgjalds. Ekki er ein einasta leið að ímynda sér að Bjarkey hafi þessa framtíðarsýn. Annað býr að baki. Embættismannakerfið, þrýstingur frá norsku grósserunum eða innan ríkisstjórnarinnar.

Stjórnandi norska kórsins er eða hefur verið Einar K. Guðfinnsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis. Sem áður er hér vitnað til Davíðs Oddssonar. Hann skrifaði fyrir fáum árum:

„Til­hneig­ing­in hef­ur verið sú að færa æ meiri völd í hend­ur ókjör­inna og nafn­lausra emb­ætt­is­manna og nefnda með þeim rök­um að það sé fag­legt. Ef völd­in eiga að vera þar, sem er hvorki lýðræðis­legt né æski­legt að öðru leyti, er auðvitað nauðsyn­legt að hul­unni sé svipt af emb­ætt­is­mönn­un­um og að þeir lúti sömu regl­um og eft­ir­liti og til dæm­is ráðherr­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: