- Advertisement -

Fjármálaráðherrann nýi og stærðfræðin

Vonandi er að honum hafi farið fram í stærðfræði.

– sme

Leiðari Það var í nóvember 2017 sem fulltrúar nokkurra stjórnmálaflokka funduðu heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Katrín Jakobsdóttir var með umboð forseta til að mynda ríkisstjórn.

Við blasti að ef stjórn yrði mynduð að flokkarnir sem reyndu stjórnarmyndun væri teflt á tæpasta vað. Samtals höfðu flokkarnir 32 þingmenn en aðrir flokkar 31. Öllum var vandi á höndum. Eftir nokkra fundi sleit Sigurður Ingi viðræðunum, eða dró Framsókn út úr menginu. Þá var sjálfhætt.

Ákvörðun Sigurðar Inga kom á óvart. Hvaða skýringu gaf formaður Framsóknar? Jú, hann hafði áttað sig á að ef tekist hefði að mynda ríkisstjórn væri hún aðeins með eins manns meirihluta. Þetta vissum við öll, alla vega flest.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er sá sem fattaði eftir nokkra fundi að flokkarnir sem sátu saman á fundum um myndun ríkisstjórnar, orðinn fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Vonandi er að honum hafi farið fram í stærðfræði.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: