- Advertisement -

Grobbkarlinn Sigurður Ingi

„Þá skiptir miklu mál að hér sé öflug ríkisstjórn áfram til staðar og ég held að við öxlum þá ábyrgð bara mjög vel.“

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarformaður var býsna glaður með sig og ríkisstjórnina í fréttaviðtali á RÚV í gærkvöldi. Hann taldi brýnt að stjórnarflokkarnir næðu áfram saman ef Katrín Jakobsdóttir fer í forsetaframboð. „Í ljósi þess árangurs sem við höfum náð á síðustu tæpum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi.

„Ég held að það séð mikilvægt að hér sé áfram öflug ríkisstjórn til að sigla okkur í gegnum þann smá ólgusjó sem er, þrátt fyrir allt með hárri verðbólgu og með hátt vaxtarstig. Segjum viðkvæmri stöðu. Þá skiptir miklu mál að hér sé öflug ríkisstjórn áfram til staðar og ég held að við öxlum þá ábyrgð bara mjög vel.“

Víst má telja að það fólk sem er að bugast undan vaxtakjörum sé ekki sammála Sigurði Inga. Ekki heldur það fólk sem þarf að sættast á samgönguáætlun þessa sama manns var og er dautt plagg. Ekkert að marka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er ekki sterk ríkisstjórn. Henni hefur ekki enn tekist að reka ríkissjóð hallalausan. Þrátt fyrir hvern hvalrekann á eftir öðrum.

Það er ekki von á góðu. Stærilæti eins og þetta er ekki merki um jafnvægi eða sjálfsgagnrýni.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: