- Advertisement -

Þar greiðir fólk húsnæðislánin upp á tíu árum

Enda búið að greiða allt sem það fékk að láni.


Einar Kárason, sem nú situr Alþingi, tó k þátt í umræðu um stöðu neytenda. Einar sagði:

„Ég hitti á dögunum Íslending sem er búsettur í Danmörku. Í samtali okkar kom fram að taki menn húsnæðislán í Danmörku eru vextirnir af þeim lánum nálægt 0%. Það þýðir að ef t.d. ungt fólk tekur húsnæðislán upp á 20 milljónir og getur borgað af því 2 milljónir á ári mun lánið eftir fyrsta árið hafa lækkað strax niður í 18 milljónir og eftir tíu ár er fólkið búið að greiða það upp, enda búið að greiða allt sem það fékk að láni. Á Íslandi myndi sama fólk sem tæki sams konar lán horfa upp á lánið sitt, jafnvel þótt það borgaði 2 milljónir á ári, hækka og hækka kannski fyrstu 10–15 árin og það væri að borga af þessu láni sömu upphæð í upp undir 30 ár því að vextir og verðbætur færu með það upp í 50–60 milljónir, eftir því hvernig vaxtastigið er.

Við jafnaðarmenn höfum í mjög mörg ár bent á tilteknar lausnir á þessu máli, sem eru ekkert feiknarlega flóknar, sem snúa t.d. að því að taka upp gjaldmiðil þar sem annars konar vextir tíðkast en í okkar örgjaldmiðli. Þeir sem eru á móti því vísa alltaf til þess með einhvers konar hrifningarklökkva að krónan hafi bjargað okkur upp úr hruninu, sem hún kom okkur að vísu kannski ofan í.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta vildi ég sagt hafa.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: