- Advertisement -

Hvar er mannúðin?

Móðir hennar hefur leitað til okkar eftir vernd.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifar á Facebook.

Loftlagsmálin og baráttan fyrir mannréttindum eru mál framtíðarinnar.Um þetta munu stjórnmál framtíðarinnar snúast. Og þetta veit unga kynslóðin eins og sjá má á hverjum föstudegi víða um heim og hér. Þetta má líka sjá hjá krökkunum í Hagaskóla sem eru að berjast svo fallega fyrir því að Zainab, 14 ára skólasystir þeirra, og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. Móðir hennar hefur leitað til okkar eftir vernd, skjóli og friði fyrir hana og börnin sín eftir að hafa flúið heimalandið sitt Afganistan og ólýsanlegar afleiðingar stríðsátaka þar.

Af hverju erum við að vísa börnum á brott og einstæðum mæðrum með börn ? Hvar er eiginlega mannúðin ? Hvert erum við komin sem samfélag þegar lögreglan spreyjar hælisleitendur og við vísum börnum burt. Þetta á ekki að vera svona. Ekki í ríki sem hefur fullgilt og lögfest Barnasáttmálann. Ekki í ríki sem segist virða mannréttindi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sýnum samhug í verki og skrifum undir áskorunina sem Amíra mín og krakkarnir í Hagaskóla hafa komið af stað til að vekja athygli á máli Zainab og fjölskyldu. Það er það minnsta sem við getum gert; að vekja athygli á þeim börnum sem verið er að vísa hér úr landi sem ekkert hafa unnið sér til sakar nema vera fórnarlömb afleiðinga stríðsátaka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: