- Advertisement -

„Út með ofurvexti á verðtryggð lán“


Húsnæðisliðurinn hefur reynst heimilunum dýrkeyptur. Á árabilinu 2013–2017 lagði hann 118 milljarða aukalega ofan á skuldir heimilanna vegna húsnæðiskaupa meðan almennar verðlagsbreytingar lögðu 15 milljarða ofan á samanlagðan höfuðstól lána.

Ólafur Ísleifsson, þingmaður sem genginn er til liðs við Miðflokkinn, fagnar ýmsu í væntanlegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar samhliða kjarasamningum. Ólafur hefur lengi barist gegn verðtryggingunni.

„Húsnæðisliðurinn hefur reynst heimilunum dýrkeyptur. Á árabilinu 2013–2017 lagði hann 118 milljarða aukalega ofan á skuldir heimilanna vegna húsnæðiskaupa meðan almennar verðlagsbreytingar lögðu 15 milljarða ofan á samanlagðan höfuðstól lána. Afnám húsnæðisliðarins kemur seint, eftir að þetta gráðuga skrímsli hefur fengið að ganga laust svo lengi sem raun ber vitni,“ sagði Ólafur í þingræðu.

„Eitraði kokteillinn er líka tekinn út, 40 ára lánin þar sem fyrstu tuttugu og eitthvað árin eru einungis greiddir vextir en ekki króna inn á höfuðstól. Út með hann og húsnæðisliðinn,  það eru tvö atriði í tangarsókn gegn verðtryggingunni sem birtist í frumvarpi mínu um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ólafur hélt áfram: „Eftir standa hinir tveir meginþættir tangarsóknarinnar. Þeir eru: Út með óbeinu skattana sem rata beint inn í verðtrygginguna, eins og bensínið, áfengið, tóbakið og kolefnisgjaldið; og: Út með ofurvexti á verðtryggð lán sem ákveðnir eru án aðhalds af samkeppni og án aðhalds af samanburði við erlenda vexti, enda þykir fyrirkomulag af þessu tagi hvergi mönnum bjóðandi í umheiminum. Ég sakna þess að tekið sé á þessum atriðum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hún er veikari fyrir vikið.“

Þá lýsi Ólafur vonbrigðum með að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um lífskjör hafi ekki veri‘ vikið að lífskjörum aldraðra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: