- Advertisement -

Er orkupakkinn byrjun á för úr EES?

„Van­met­um ekki mátt þeirra sem ala á ein­angr­un og aft­ur­haldi.“

„Þegar öllu er á botn­inn hvolft sit­ur eft­ir ein spurn­ing. Snýst þetta raun­veru­lega um þriðja orkupakk­ann? Er hugs­an­legt að orkupakk­inn, eins óspenn­andi og hann er, sé notaður sem tól til að grafa und­an trausti á EES-samn­ingn­um og öðru alþjóðasam­starfi? Það er út­lit fyr­ir að þriðji orkupakk­inn, rétt eins og aðrar EES-til­skip­an­ir, verði samþykkt­ur á Alþingi. En gæti verið að skaðinn verði þá þegar skeður er kem­ur að áliti al­menn­ings á Evr­ópu­sam­starf­inu? Kynni and­stæðing­um orkupakk­ans þá að hafa tek­ist ætl­un­ar­verkið eft­ir allt sam­an; að stilla Evr­óp­u­sinn­um og öðrum þeim sem aðhyll­ast EES-samn­ing­inn upp sem ein­hvers kon­ar hug­leys­ingj­um?“

Þannig skrifar Geir Finnsson, sem er formaður ungra evrópusinna, í Moggagrein.

Um helstu andstæðinga orkupakkans skrifar Geir: „Það er hér sem po­púl­ism­inn skín skær­ast, en það er í eðli hans að gera sér­fræðing­ana sjálfa tor­tryggi­lega og sá þannig efa­semda­fræj­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Geir varar við hugsanlegum afleiðingum:

„Sama hvað veld­ur þá eru hættu­merk­in kunn­ug­leg. Við sáum hvernig fór fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um með Trump, Ung­verj­um með Or­bán, Bret­um með Brex­it og svo fram­veg­is. Niður­stöður sem rekja má til þess þegar hinn al­menni borg­ari van­mat þá sem hrædd­ir voru. Þar kaus hrædda og ein­angr­un­ar­sinnaða fólkið framtíðina fyr­ir yngstu kyn­slóðirn­ar, sem höfðu tapað trúnni á stjórn­mál­um og mættu þess vegna ekki á kjörstað, með öm­ur­leg­um af­leiðing­um. Ég legg til að við lær­um af mis­tök­um þess­ara þjóða og van­met­um ekki mátt þeirra sem ala á ein­angr­un og aft­ur­haldi. Gælum ekki við hug­sjón­ir þeirra sem vilja grafa und­an trausti á mik­il­væg­ustu viðskipta­samn­ing­um þjóðar­inn­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: