- Advertisement -

Hver eru réttindi erfingja?

Jón Þór Ólafsson hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um skiptingu dánarbúa. Meðal annars spyr Jón Þór um eftir hvaða reglum skiptastjórar dánarbúa starfa og hver launakjör þeirra eru. Fyrirspurnin er svona:

  •      1.      Eftir hvaða reglum starfa skiptastjórar dánarbúa við framkvæmd opinberra skipta og hvar er þær að finna?
  •      2.      Hver eru launakjör skiptastjóra og hvernig eru þau ákvörðuð?
  •      3.      Hvaða aðkomu hefur skiptastjóri að ákvörðunum um verðmat á eignum dánarbús?
  •      4.      Hvernig er eftirliti með störfum skiptastjóra háttað? Annast sérstök stjórnsýslustofnun eða nefnd slíkt eftirlit ásamt upplýsingagjöf til erfingja? Ef ekki, hyggst ráðherra leggja til breytingar á því fyrirkomulagi?
  •      5.      Telur ráðherra forsvaranlegt að eftirlit með störfum skiptastjóra sé í höndum erfingja? Ef svo er, hvers vegna? Ef ekki, hyggst ráðherra leggja til sérstakar breytingar vegna þess?
  •      6.      Hyggst ráðherra framkvæma úttekt á störfum skiptastjóra?
  •      7.      Eru til gögn, samantektir eða upplýsingar um matsvirði fasteigna dánarbúa samanborið við raunvirði þeirra samkvæmt markaðsverði?
  •      8.      Hver eru réttindi erfingja, önnur en að höfða dómsmál, ef uppi er óánægja með störf skiptastjóra?
  •      9.      Telur ráðherra tímabært að breyta því fyrirkomulagi að ekki sé unnt að áfrýja ákvörðun héraðsdómara um skiptastjóra um skipti dánarbúa?

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: