- Advertisement -

Vill breyta húsnæðisstefnu borgarinnar

Þó alltaf sé gott að fá fram ólíkar og fjölbreyttar hugmyndir að húsnæðislausnum, sé mikilvægt að borgin taki málin í eigin hendur og sjái um að byggja yfir þá sem eru í mestri þörf fyrir húsnæði.

„Skort á hagkvæmu húsnæði má rekja til þess að yfirvöld hafa treyst á að markaðurinn muni að miklu leyti leysa húsnæðiskreppuna í stað þess að einblína á félagslegar húsnæðislausnir,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir á fundi borgarráðs.

„Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur mikilvægt að gera breytingar á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem áhersla verði lögð á aukna félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í stað þess að koma félagslegri húsnæðisuppbyggingu að hér og þar,“ segir og þar.

Sanna segir að þó alltaf sé gott að fá fram ólíkar og fjölbreyttar hugmyndir að húsnæðislausnum, sé mikilvægt að borgin taki málin í eigin hendur og sjái um að byggja yfir þá sem eru í mestri þörf fyrir húsnæði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji ekki enn frekar við hagnaðardrifin félög í þeirri gríðarlegu húsnæðiskreppu sem við búum nú við.“

„Þörfin er mikil og nauðsynlegt að tryggja að hagnaðardrifnir aðilar komi ekki þar að uppbyggingunni en ýmsir aðilar koma að verkefninu um hagkvæmt húsnæði. Þó kveðið verði á um að þau fyrirtæki skuli halda íbúðaverði sem hagkvæmustu fyrir íbúana þá ítrekar Sósíalistaflokkurinn mikilvægi þess að auka ekki veg hagnaðardrifinna félaga á íbúðamarkaði borgarinnar,“ segir hún og nefnir dæmi.

„Sem dæmi má nefna að Heimavellir eru með aðkomu að verkefninu um hagkvæmt húsnæði, þó að skilyrði séu sett um að leigufélagið megi ekki hækka leigugjald íbúða nema með leyfi borgarinnar, þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji ekki enn frekar við hagnaðardrifin félög í þeirri gríðarlegu húsnæðiskreppu sem við búum nú við.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: