- Advertisement -

Af siðferði og siðgæði þing­manna

„Þeir sem telja óviðeig­andi að þing­menn klæm­ist slompaðir á al­manna­færi eiga að fara var­lega með áfengi. Eða tala minna.“

Benedikt Jóhannesson.

„Siðferði og siðgæði þing­manna eru of­ar­lega á baugi. Alþingi, sem ætti að vera stolt frjálsr­ar þjóðar, nýt­ur bara trausts eins af hverj­um sex lands­manna sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. Aft­ur og aft­ur koma upp mál þar sem þing­menn ganga fram af al­menn­ingi, stund­um með fram­göngu sinni inn­an þingsala, stund­um ann­ars staðar. Vissu­lega geta menn verið siðlaus­ir, en inn­an ramma lag­anna.“

Þetta er sýnishorn úr grein sem Benedikt Jóhannesson skrifar og birt er í Mogganum í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sum­ir stjórn­mála­menn og at­vinnu­rek­end­ur tala um að eng­in mynt henti Íslend­ing­um bet­ur en krón­an, sem auðvitað er sjón­ar­mið,“ skrifar hann og skýtur svo á mann og annan: „En þegar þeir sjálf­ir sjá aft­ur á móti ekk­ert að því að eiga fúlg­ur fjár á er­lend­um reikn­ing­um verður hljóm­ur­inn hol­ur. Með sama hætti skýt­ur það skökku við ef þjón­ar al­menn­ings geyma fjár­muni í skatta­skjól­um.“

Næst stingur hann miður fæti meðal þingmanna Miðflokksins:

„Þegar hóp­ur þing­manna kom sam­an á bar og lét dæl­una ganga um samþing­menn sína og fleiri var ekk­ert ólög­legt á seyði, en samt brá flest­um. Marg­ir spurðu sig hvort þetta væru þing­menn­irn­ir sem þjóðin ætti skilið. Virðing­in fyr­ir Alþingi hrapaði, þrátt fyr­ir að þarna sætu aðeins sex þing­menn að sumbli og há­væru og klúru spjalli.“

Niðurstaða Benedikts er klár:

„Þeir sem finnst ekki í lagi að al­menn­ing­ur nýti sér skatta­skjól eiga ekki að fela sína pen­inga. Þeir sem telja óviðeig­andi að þing­menn klæm­ist slompaðir á al­manna­færi eiga að fara var­lega með áfengi. Eða tala minna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: