- Advertisement -

Verslunin ber ábyrgð á háu vöurverði

Neytendur „Ef verslunin heldur rétt á sínum málum gætum við Íslendingar kannski farið að bera matvöruverð okkar saman við meðaltalið í Evrópu fremur en á Norðurlöndunum. Væntanlega eru allir sammála um að ekki sé ástæða til að innkaup heimilanna í landinu séu óhagstæð vegna offjárfestingar í verslunarhúsnæði og óeðlilegs afgreiðslutíma.“ Þetta eru orð Harðar Harðarsonar, formanns félags svínabænda, sem koma fram í grein hans sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Hörður gerir á niðurstöðu nýrrar könnunar Eurostat um matvælaverð í Evrópu að umræðuefni. „Hún er að Íslendingar njóta lægsta matvöruverðsins á Norðurlöndunum og hefur það lækkað nokkuð hin síðustu ár. Ein helsta ástæða þessa er að verð á landbúnaðarafurðum á Íslandi hefur eftir hrun haldist lágt í samanburði við önnur lönd. Staðreyndin er nefnilega sú að verð á íslenskum landbúnaðarafurðum hefur hækkað minna en aðrar vörur heimilisins og meira að segja vegið upp verðhækkanir á innfluttum vörum sem hækkuðu mjög eftir gengisfall krónunnar. Því má segja að íslenskir bændur leggi sitt af mörkum við að halda niðri verðlagi á matvörum á Íslandi.“

Hörður segir þetta ekki nóg, Íslendingar vilji lægra matvöruverð, „…og þrátt fyrir jákvæðan samanburð við önnur norræn ríki er það um 20 prósentum yfir meðaltali innan Evrópu. Það liggur fyrir að hátt matvöruverð er ekki á ábyrgð íslenskra bænda heldur þvert á móti. En hvar liggur þá ábyrgðin?“

Þá vitnar hann til McKinseyskýrslunnar og einkum þann hluta sem benti á að hér á landi fara fleiri fermetrar undir verslun en annars staðar á Norðurlöndum og að afgreiðslutími verslana hér er miklu lengri en hjá nágrönnum okkar. „Hér á landi er því of mikið fjármagn bundið í verslunarhúsnæði og of miklu rekstrarfé varið til þess að halda úti allt of löngum afgreiðslutímum. Þessar einföldu staðreyndir sýna að hægt er að hagræða verulega hjá verslunum á Íslandi íslenskum neytendum til hagsbóta. Undirritaður er í það minnsta sannfærður um að þótt það komi eflaust fyrir að það sé heppilegt að geta skotist í næsta stórmarkað á nóttunni að versla í matinn kjósi neytendur lægra vöruverð fram yfir slíka þjónustu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er eðlilegt að forsvarsmenn verslunarinnar í landinu greini frá því hvernig brugðist hefur verið við þessum ábendingum McKinsey og hvort íslenskir neytendur megi búast við lægra vöruverði. Ef verslunin heldur rétt á sínum málum gætum við Íslendingar kannski farið að bera matvöruverð okkar saman við meðaltalið í Evrópu fremur en á Norðurlöndunum. Væntanlega eru allir sammála um að ekki sé ástæða til að innkaup heimilanna í landinu séu óhagstæð vegna offjárfestingar í verslunarhúsnæði og óeðlilegs afgreiðslutíma.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: