- Advertisement -

Uppnámið á Alþingi

Ég verð að segja að forseta hefur ekki tekist sérlega vel til.

Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur tekist að skapa uppnám í þinghúsinu. Hann sætir mikill gagnrýni vegna ákvarðana sinna, sem hann virðist hafa tekið án samráðs við þingflokkana. Mikið var rætt um fyrirvaralausar ákvarðanir Steingríms á þingi í gær. Hér verður vitnað til tveggja þingflokksformanna, Oddnýjar Harðardóttur og Hönnu Katrína Friðriksson. Svo og til Steingríms sjálfs.

Að þjóna þörfum ríkisstjórnarinnar

Oddný: „Það voru mér mikil vonbrigði þegar ég áttaði mig á því kl. 7 í morgun að dagskrá þingsins var ekkert í samræmi við það sem rætt var um á þingflokksformannafundi í gær. Forseti þingsins er forseti okkar allra. Hann er a.m.k. minn forseti. Þess vegna voru það sár vonbrigði að hér ætti að keyra í gegn dagskrá sem ekki hefur verið fjallað um á þingflokksformannafundi eða samkomulag gert um.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Forseti þingsins er forseti okkar allra.

„Forseti veit jafn vel og ég að á þessum tímapunkti eru í gangi samningaviðræður um hvernig við göngum frá málum. Ef hér á allt að ganga vel er farið í dagskrána í samkomulagi. Hins vegar kemur það ríkisstjórninni afskaplega vel að beina kastljósinu að stjórnarandstöðunni núna þegar ríkisstjórnin er í bullandi vandræðum með fjármálaáætlun sem ekki er enn komin inn í þingið. Það veldur mér vonbrigðum ef það er möguleiki á því að hæstvirtur forseti sé að þjóna þessum þörfum ríkisstjórnarinnar með dagskránni í dag.“

Þola forsendur forseta ekki dagsljósið

Hanna Katrín: „Ég verð að segja að forseta hefur ekki tekist sérlega vel til ef hér standa bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn og skilja hvorki upp né niður í því hvað er í gangi. Staðreyndin er sú að þingflokksformenn hafa fundað nokkuð ört undanfarna daga þegar ekkert hefur verið að frétta. Síðasta fundi, í gær, lauk þannig að orkupakkinn yrði settur á dagskrá og ræddur út af því að það næðist ekkert að hnika málum. Síðan berast ekki fréttir, vegna þess að ekki var miðlað neinum fréttum um síðustu hræringar gærkvöldsins, heldur tóku einstaka þingmanna eftir því um miðnætti og aðrir ekki fyrr en í morgun að því hafði verið breytt.

Ég spyr hæstvirtan forseta: Hvaða forsendur urðu til þess að hrært var í þessu og hvernig stendur á því að þær forsendur þola ekki dagsljósið?“

Ekki mjög flókið mál


Þá er forseta orðinn verulegur vandi á höndum.

Steingrímur J: „Forseti telur þetta ekki mjög flókið og ætlaði svo sem ekki að ræða það frekar en gerð var tilraun með að komast áfram með nefnt mál og fundað um það í fjóra og hálfa klukkustund í gær. Þegar þeim fundi lauk voru jafnmargir á mælendaskrá eða heldur fleiri en voru við upphaf umræðunnar fjórum tímum áður. Sú tilraun leiddi í ljós að það var algerlega óbreytt staða í því máli.“

Þess vegna undrast forseti ef menn eru ekki tilbúnir til að reyna þá að nýta tímann í eitthvað annað sem hugsanlega skilar okkur einhverju og hugsanlega þýðir að einhver mál fái afgreiðslu í dag. Það kemur forseta mjög á óvart ef menn taka því illa að byrjað sé á þeim málum sem full samstaða er um. Þá er forseta orðinn verulegur vandi á höndum, ef ekki einu sinni er vilji til þess að vinna eitthvað í þeim málum sem full samstaða er um og skriflegar yfirlýsingar allra þingflokka liggja fyrir um í nefndarálitinu um stuðning og vilja til afgreiðslu á. Annars ræðir forseti þetta ekki frekar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: