- Advertisement -

Logi segir Framsókn og VG vinstri flokka

Eru bæði Framsókn og Vinstri græn vinstri flokkar?

Logi Einarsson, fornmaður Samfylkingarinnar, er ekki sáttur við Framsókn og Vinstri græn sem hann kallar vinstri flokka. Ekki er víst að allir taki undir þá flokkun Loga.

„Við stýrið á þjóðarskútunni sitja núna vinstri flokkur, sem sögulega séð hefði væntanlega litið til tekjuöflunar hjá hópum sem eru í mjög miklum færum til að leggja meira af mörkum, en hins vegar hægri flokkur sem talað hefur verið um að réttast væri að auka aðhald, sem sagt skera niður og lifa þannig innan stefnunnar. Við þekkjum vel hvar sá niðurskurðarhnífur myndi lenda; á velferðarkerfinu, á almenningi, á verst settu hópunum sem fengu þar að auki ekki að njóta góðærisins sem við hin nutum undanfarin ár,“ sagði Logi í þingræðu.

„Það er hægt að sýna aðhald með tvennum hætti. Það er hægt að skera niður, sem er auðvitað fyrsta vopnið sem ráðherra grípur yfirleitt til í ræðustól þegar eitthvað harðnar á dalnum,“ sagði Logi í næstu ræðu sinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: