- Advertisement -

Hvaða skattar Jóhönnustjórnarinnar eru enn óbreyttir?

Spyr Bjarna Ben um boðaðar skattalækkanir.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Gunnars Braga Sveinssonar og systir Sigmundar Davíðs, lagði fram forvitnilega fyrirspurn fyrir Bjarna Benediktssonar:

„Hvaða breytingar hafa verið gerðar á skattalögum sem voru til hækkunar skatta og samþykkt í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009–2013? Óskað er upplýsinga um hvaða skattar, sem hækkaðir voru á umræddu tímabili, hafa síðar verið lækkaðir eða færðir til fyrra horfs.“

Forvitnilegt verður að sjá hvaða breytingar Bjarni hefur gert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það getur ekki gengið að stjórnvöld finni aldrei röksemdir fyrir skattalækkunum, hvort sem um er að ræða vinstri stjórnir eða meintar hægri stjórnir og hvort sem efnahagsástandið er erfitt eða með allra besta móti. Sé þetta raunverulega viðhorf stjórnvalda, sama hvaðan úr flokkum þau koma, bíða atvinnulífs og almennings aðeins sífellt hækkandi skattar. Sú hefur að mestu verið raunin síðasta tæpa áratuginn, en er ætlunin að bjóða upp á það til framtíðar?“

Það var fyrir tveimur árum sem Bjarni fékk þessa orðsendingu frá Davíð í Hádegismóum.

Fyrir fimm árum sagði Bjarni Benediktsson að enn þurfi að vinda ofan af skattahækkunum vinstri stjórnarinnar. Í máli hans á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina kom fram að ríkisstjórnin ráðgerði að einfalda skattkerfið og lækka skatta frekar.

Í svari við fyrirspurn Nönnu Margrétar mun koma fram svart á hvítu hvernig til hefur tekist hjá Bjarna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: