- Advertisement -

Hvað er að þjóðaratkvæði um Orkupakka III ?

Athugum að það er hræðsluáróður í báðar áttir. Dauði og djöfull ef við samþykkjum OP3.

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar:


Hlustið stjórnmálamenn! Ekki afgreiða almenning sem rugl!

Ég sé enga hættu af OP3, frekar kosti hans og vil því innleiða hann. En stór hluti þjóðarinnar vill betri upplýsingar eða er andvígur. Um er að ræða auðlindir þjóðarinnar. Það þarf ekki fleiri skoðanapistla heldur staðreyndir upp á borð. Stjórnvöld þurfa að sinna betur upplýsingaskyldu við almenning. Ég treysti þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun í kjölfar áreiðanlegrar upplýsingagjafar. Ef ekki er brugðist við áhyggjum og hræðslu almennings (alveg sama hvernig hún er vakin…SDG eða einhver annar) þá er svar almennings yfirleitt að kjósa fávita í stað þeirra hrokagikkja sem telja almenning misskilja eða haldinn hysteríu. Hlustið stjórnmálamenn! Ekki afgreiða almenning sem rugl! Það er uppskrift á Trumpista og þjóðernisrembuflokka. Skylda stjórnmálafólks er að bregðast við áhyggjum þjóðarinnar. Athugum að það er hræðsluáróður í báðar áttir. Dauði og djöfull ef við samþykkjum OP3. EES samningi verður rift ef við samþykkjum hann ekki. Hvaða dauðans vitleysa er þetta?
Beint lýðræði er best.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: