- Advertisement -

Kemur svo sem ekki á óvart að Samfylkingin taki afstöðu gegn Íslandi

Sigríður Á. Andersen skrifar:

Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Samfylkingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Icesave málinu og með umsókninni og aðlöguninni að Evrópusambandinu á sínum tíma. En þetta orðbragð lýsir alveg nýjum metnaði gegn hagsmunum Ísland.

Ráðherra, Alþingi og forseti Íslands, hann umfram alla skyldu og auðvitað án ábyrgðar, komust að sömu niðurstöðu um skipun 15 dómara við Landsrétt. Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu að við dómurunum 15 yrði ekki hróflað og að sakborningar nytu réttlátrar málsmeðferðar fyrir dóminum. Allar greinar ríkisvaldsins voru samstíga um niðurstöðuna. Aldrei áður hafa dómarar verið skipaðir með svo þéttum stuðningi allra greina ríkisvaldsins. Landsréttur starfaði svo með miklum ágætum á annað ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir sem stóðu að þessu „mannréttindabroti“ á sakborningi að mati MDE voru meðal annarra þingmenn Samfylkingarinnar.

Þá gerir ein af pólitískt skipuðum stofnunum Evrópuráðsins, MDE, því skóna í málaferlum manns, sem játaði að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda, að dómur Landsréttar yfir manninum hefði verið mannréttindabrot!

Önnur ástæðan fyrir þessari niðurstöðu MDE var sú ákvörðun Alþingis, þvert á það sem ég lagði til við þingið, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 tillögurnar um dómarana eins og þingsköp gera auðvitað ráð fyrir að sé mögulegt þegar enginn hreyfir andmælum. Þeir sem stóðu að þessu „mannréttindabroti“ á sakborningi að mati MDE voru meðal annarra þingmenn Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: