- Advertisement -

Bryndís baunar á Davíð og Co

Það er ástæðulaust að ótt­ast framtíðina.

Bryndís Haraldsdóttir, sem situr í utanríkismálanefnd fyrir flokk sinn, Sjálfstæðisflokksins, nánast hæðist að Davíð Oddssyni og skoðanabræðrum hans í Moggagrein í dag. Tilefnið er orkupakkinn.

Grein Bryndísar hefst með nettu skoti, með sannleikskorni:

„Sum­um þykir betra að sjá fortíðina í hill­ing­um og finna samtíðinni margt til foráttu. Sum­ir ala á ótta yfir því óvænta og ófyr­ir­sjá­an­lega og líta á framtíð sem ógn­un við óbreytt ástand. Sum­ir segja að allt hafi verið betra í gamla daga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í gamla daga samþykkt­um við orkupakka eitt og tvö.

Við erum fljót að gleyma, ýmis vanda­mál samtíðar fortíðar­inn­ar heyra sög­unni til og gleym­ast í skugga nýrra vanda­mála samtíðar sam­tím­ans, vanda­mála nýrra tíma. Ákvarðanir tekn­ar í fortíðinni skapa um­hverfið sem við búum við í dag, og ákv­arðanir dags­ins í dag móta framtíðina.“

Bryndís linar ekki tökin: „Í gamla daga geng­um við í EES-sam­starfið, og í gamla daga samþykkt­um við að ork­an heyrði und­ir samn­ing­inn. Í gamla daga samþykkt­um við orkupakka eitt og tvö, og var það ís­lensku sam­fé­lagi mik­il bless­un. Með raf­orku­lög­un­um frá 2003 var inn­leitt nýtt skipu­lag raf­orku­viðskipta hér á landi, raf­orku­vinnsla og sala raf­orku var gef­in frjáls og í dag keppa nokk­ur fyr­ir­tæki á þeim markaði, og fer þeim fjölg­andi.“

Bryndís færir síðan rök fyrir afstöðu þingflokksins, sem allur stendur að baki orkupakkanum. Greinina endar hún síðan svona:

„Ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um er af því tagi að þörf sé á að grípa til neyðarráðstaf­ana á borð við að hafna hon­um og vísa aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Það er ástæðulaust að ótt­ast framtíðina. Ég treysti Íslend­ing­um dags­ins í dag, og morg­undags­ins, til þess að stíga inn í hið óorðna með hug­rekki og þor.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: