- Advertisement -

Óttast væntanlega nágranna sína og telja þá ógna öryggi barna í hverfinu

Rangt er að neysla fíkniefna verði leyfð í umræddum íbúðakjarna.

Mikillar óánægju og ótta gætir með fólks sem býr í næsta nágrenni við Hagasel 23 í Breiðholti. Þar á að byggja átta íbúða hús þar sem verður öryggisvistun. Í gögnum málsins má lesa:

„Einhverjir íbúar fullyrða að væntanlegir íbúar í Hagaseli 23 séu með „geðsjúkdóm auk þess að vera í virkri neyslu“. Þeir séu þar að leiðandi hættulegir umhverfi sínu. Þeir séu ógn við öryggi barna á leið í/úr skóla / frístundaheimili um göngustíg sem liggur með fram lóð Hagasels 23. Íbúðakjarnar henti ekki í íbúðahverfum.“

Í svörum borgarinnar segir meðal annars:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilja fá að vita um persónulega hagi væntanlegra nágranna.

„Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði verða engum einstaklingum úthlutað íbúð í Hagaseli 23 sem eru í virkri neyslu. Vegna persónuverndarsjónarmiða með vísan í lög um persónuvernd er ekki heimilt að upplýsa um persónulega hagi einstaklinga enda ekki vitað hvaða einstaklingar fá úthlutun.“

Á síðasta fundi skipulags- og samgönguráðs var málið rætt.

Baldur Borgþórsson Miðflokki sagði að blásið væri á réttmætar áhyggjur íbúa og þær í raun auknar með óskýrum svörum. „Í ferlinu voru ekki gefin skýr svör um að engin hætta yrði af komandi íbúum/ notendum úrræðisins. Íbúar eru því eðlilega áhyggjufullir.“

Fulltrúar meirihlutans deila ekki áhyggjunum. „Sú uppbygging er hluti af uppbyggingaráætlun sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk,“ segja þeir.

„Áætlunin grundvallast á hugmyndinni um sjálfstætt líf. Rangt er að neysla fíkniefna verði leyfð í umræddum íbúðakjarna eins og kemur fram í svörum við athugasemdum um deiliskipulagsbreytinguna fyrir hönd Skipulagsfulltrúans í Reykjavík,“ segja þeir sömu.

Fjöldi nágranna hefur gert athugasemdir við væntanlegar framkvæmdir. Meðal annars segja þeir að fleiri félagsleg úrræði séu í Breiðholti en öðrum borgarhlutum. Og spyrja hvort ekki sé hægt að koma þessu úrræði fyrir annars staðar, í öðrum hverfum.

Þeim var svarað þannig að félagsleg úrræði séu í öllum hverfum borgarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: